We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Til vara

from Artist Celery by Heidatrubador

/

lyrics

Ég hef reynt svo margt um ævina
en ekkert af því var regla.
Ekki einu sinni reglusemin var regla
heldur undantekning frá undantekningu frá undantekningu.
Og svo gerði ég eitthvað allt annað
og gleymdi svo öllu og svaf.

Ég ákvað ég væri tungumálamanneskja
og tónlistarmaður, og skáld, og flakkari
og bóhem, og partýljón,
og næturdrottning, og heimspekingur,
og rithöfundur, og listamaður.
Og svo sat ég með höfuðið fullt af orðum
og skrifaði og söng ekki staf.

En ég get snúið við blaðinu bráðum
og ég geri það kannski bara.
Ef til þess verður tími
ef ég næ tökum á þessu rími.
En ég ætla að velja að gera ekkert til vara.

Ég var aldrei hrifin af hópsporti né hópvinnu
og tilheyrði engum hópum,
nema hópi þeirra sem finnast þeir vera einfarar,
og í þeim hópi er innbyggð mótsögn frá byrjun.
Og svo starði ég á tómt markið
með boltann í hendinni
og brenndi af.

Ég var háð fjölbreytninni
og tók lengri leiðina, dýrari kostinn,
flóknari aðferðina, erfiðari vinnuna,
þykkari bókina, komplexaðri kærastann.
Og svo sat ég bara og stóð,
og hló að öllu því
sem ég hélt að það væri sjálfur Guð sem mér gaf.

En ég get snúið við blaðinu bráðum
og ég geri það kannski bara.
Ef til þess verður tími
ef ég næ tökum á þessu rími.
En ég ætla að velja að gera ekkert til vara.

credits

from Artist Celery, released September 21, 2017

license

all rights reserved

tags

about

Heidatrubador Iceland

Heidatrubador is an Icelandic artist. Lo-fi Psychadelic Folk, Avante-garde,
___
Book Heidatrubador:
heidatrubador@gmail.com

contact / help

Contact Heidatrubador

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

Heidatrubador recommends:

If you like Heidatrubador, you may also like: